Girðing stoppar ekki fræ

Þar höfum við það, efðabreyttar plöntur fjölga sér á Íslandi.

Veit ekki allveg hvað manni á að finnast um þetta. Reynsla bandaríkjamanna hefur verið hræðileg, sérstaklega vegna þess að einkaleyfi eru gefin á gen og ef þau af slysni finnast í ótengdum plöntum verða þær einnig eign einkaleyfishafa.

Vonandi fer þetta allt vel, en svona róttæk afskipti af náttúrunni skapa oft vandamál.


mbl.is Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Hvað heldur þú að gerist ef erfðabreytt planta finnst í vegkanti?

ORF líftækni er ekki það sama og Monsanto. Við verðum að passa okkur á að rugla ekki saman tækni og því hvernig viðkomandi tækni er beitt! (Sprengihreyfla má nota í sláttuvélar, golfbíla og skriðdreka)

Arnar Pálsson, 23.6.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Víst stoppa girðingar sprengihreifla. Ég get sannað það og Bubbi líka, hann var með í bílnum!! Og það heitir ekki Monsanto heldur Monza! Annars allt rétt vinur minn.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 23.6.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Arnar, hvað ertu að tala um? Ég skil þig ekki.

Erfðabreyttar plöntur breyta náttúrunni, þetta vita allir sem vilja. Ekki flækja málið, við verðum öll ringluð og hættum að hugsa þegar þú gerir það að óþörfu.

Jón Finnbogason, 4.7.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband