Góð áskorun!

Fáir bloggarar ætla að vera málefnalegir vegna þessara tillagna. Mér langar að kryfja aðeins þessa áskorun.

1. Ekkert hefur komið fram varðandi Icesave samninginn sem réttlætir stuðning við hann. Aðallega vegna þeirrar leyndar sem hvílir á helstu lykilstærðum varðandi umfang vandans.

2. Þjóðin á að fá að kjósa um samninginn. Enda þarf milliliðalaust umboð frá skuldara til að taka á sig jafnstóra skuld og þessa.

3. Tryggja á að auðlindir þjóðarinnar séu eign hennar og geti þannig ekki orðið að eignum kröfuhafa.

4. Þjóðinni vantar meiri upplýsingar og haldbærar aðgerðir til að koma okkur útúr þessum vanda.

Spurning hvort fólk getur verið mótfallið þessu og af hverju?


mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Varðandi lið 3. Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á eignarhald á auðlyndum þjóðarinnar ef Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja lenda í vanskilum með sín lán og ríki og þau sveitafélög, sem eru í ábyrgðum fyrir þeim lánum geta ekki heldur greitt?

Þessi orkufyrirtæki hafa öll tekið lán til mun skemmri tíma en þess tíma, sem það tekur að greiða upp lánin með tekjum af framkvæmdunum enda lánsfé til svo langs tíma almennt ekki laust á fármálamörkuðum. Þessi fyritæki eru því öll háð því að geta endurfjármagnað lán sín. Ef við höfnum Icesave samningnum getum við nánast gleymt þeim möguleika að þau fái einhvern til að láns sér til að greiða upp núverandi lán þegar þau koma á gjalddaga. Þar með lenda þessi fyrirtæki í vanskilum og ríki og sveitafélög munu þá ekki heldur hafa lánstraust til að hlaupa undir bagga og standa við sínar ábyrgðir á þessum lánum.

Ef þetta gerist, hvað helur þú að verði þá um eignarhald á þeim virkjunum, sem þessi fyritæki eiga?

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Sigurður

Málsgrein 1. Hvaða áhrif hefur það á eignarhald á auðlindum þjóðarinnar ef orkufyrirtækin lenda í vanskilum og samfélagið getur ekki greitt af þeim fyrir orkufyrirtækin?

Þá taka kröfuhafar yfir eignir til að fá uppí skuldir. Er það ekki svo?

Málsgrein 2. Orkufyrirtækin munu lenda í vandræðum, ef við höfnum icesave samningnum fáum við engin lán til áframhaldandi reksturs.

Já, þannig að það er verið að hnýta Icesave samningin saman við alla aðra aðstoð sem landið þarf á að halda. Þannig í raun er verið að kúga okkur. Þetta er nú ekki það sem ráðamenn hafa sagt, en er samt sennilegt.

Málsgrein 3. Hvað verður um eignarhald á eignum orkufyrirtækjanna?

Eignarhald fer til kröfuhafa.

Þannig að... þú ert sammála því að breyta þurfi stjórnarskránni eða...?

Jón Finnbogason, 14.6.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband