Eðlilegt

Skilar meiru í ríkiskassann og allir sáttir. Nema neytendur verða brjálaðir til styttri tíma. Það er bara svo þjóðhagslega hagkvæmt að drekka vatn úr krananum. Við eigum engann pening núna til að dæla í okkur kókinu, bjórinn er líka nógu andskoti dýr fyrir.

Aukinheldur vona ég að skattur á bensín og díselolíu verði aukinn um 8000%. Gefa fólki ár eða tvö til að skipta yfir í rafmagnsbíla.

Þegar/ef við förum í ESB ráða lobbyistar í Brussel þessu öllu fyrir okkur.


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann

Skattur á sykur fer beint út í verðlagið sem síðan hækkar lánin þín. Hvernig væri að reyna frekar að sjá til að hollustan sé ódýrari en óhollustan!

Jóhann, 15.5.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Já góður punktur, en hvaða neysla fer ekki út í verðlagið. Hvernig væri að reikna lánin bara öðruvísi, af hverju á alltaf að refsa mér ef vörur hækka.

Er ég sem neytandi alltaf dæmdur til að taka allan pakkann á mig? Þetta er hugsanavilla.

En varðandi að gera hollustuna aðgengilegri þá skiptir litlu hvað gulrót kostar ég kaupi hana ekki í staðin fyrir pulsu með öllu. NEMA það sé miklu miklu miklu dýrara en í dag að kaupa pulsu. Gulrót hefur samt betri áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu, pulsur hafa vond áhrif á kostnað við heilbrigðiskerfið. Lítum á hlutina í stærra samhengi.

Svo þarf að sjálfssögðu alltaf að vera hægt að afturkalla svona breytingar ef áhrifin verða eins heimsendaleg og margir halda fram. Við erum búin að fá öfgarnar í hægri mönnum, sjáum hvað öfgarnar í vinstri mönnum skila. Svo þegar við verðum orðin þreytt á þessum öfgum skulum við kjósa Framsóknarflokkinn, óblandaðann í ríkisstjórn.

Jón Finnbogason, 16.5.2009 kl. 17:36

3 identicon

Sammála þér Jón.

Hækkum skatta á sælgæti, gosdrykki og annan óþarfa um  500% og afnemum allan skatt á hollustuvörum.  Þá getum við greitt tannlæknaþjónustu að fullu af ríkinu.

Björn 18.5.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Grunnreglan á að vera að verð á vöru dekki kostnað sem af henni hlýst fyrir samfélagið í heild.

Jón Finnbogason, 20.5.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband