Skemmtilegur listi en frekar þunnur

100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar

  1. Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjármálum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.
    1. Er það ekki alltaf gert á þessum tíma?
  2. Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi.
    1. Ok. Hvað með að birta leyniskýrsluna í stað þess að búa til platskýrslu?
  3. Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.
    1. Áður en samið verður við kröfuhafa um heildarskuldir bankanna?
  4. Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.
    1. Sífellt endurmat þarf á gagnslausum tillögum.
  5. Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skuldavanda.
    1. Það er flott, gott væri að fá hlutlausa umfjöllun.
  6. Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Íslands um ESB lögð fram á Alþingi.
    1. Flott mál
  7. Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
    1. Ætti ekki að standa ”Fyrningarleið útfærð”?
  8. Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.
    1. Flott
  9. Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.
    1. Haha, þá vita mótaðilarnir það
  10. Lokavinna við samninga um erlendar kröfur – Icesave.
    1. Flott
  11. Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.
    1. Hvaða lán?
  12. Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.
    1. Ok
  13. Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.
    1. Flott
  14. Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunarinnar afgreidd í stjórn AGS.
    1. Hvað gerir ríkið í því ferli? Ákveðið að Ferguson ljúki leikmannakaupum fyrir næstu leiktíðJ
  15. Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.
    1. Sama og 3
  16. Samkomulag milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna afgreitt.
    1. Sama og 3 og 15.
  17. Dregið úr gjaldeyrishöftum.
    1. Vonandi skilar það einhverju
  18. Frumvarp um persónukjör lagt fram á Alþingi.
    1. Glæsilegt
  19. Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.
    1. Glæsilegt
  20. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.
    1. Glæsilegt
  21. Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka hafin.
    1. Glæsilegt
  22. Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.
    1. Flott, opna alla gagnagrunna
  23. Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram á Alþingi.
    1. Hmm
  24. Frumvarp um breytingu á lögum um sparisjóði lagt fram á Alþingi.
    1. Hvernig breytingu?
  25. Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum með það að leiðarljósi að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
    1. Flott mál
  26. Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands lagt fram á Alþingi.
    1. ?
  27. Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.
    1. Tími til kominn
  28. Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.
    1. Hvernig verða þær öðruvísi?
  29. Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.
    1. Flott
  30. Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.
    1. 3, 15 og 16 afar svipað
  31. Lokið við endurfjármögnun og –skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftir stofnfjárframlagi frá ríkinu.
    1. Flott mál
  32. Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfélaga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðarins settur á fót.
    1. ok
  33. Byrjað verði að móta atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins. Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2020.
    1. Vonandi fá sem flestir að taka þátt í þessari mikilvægu vinnu, til að fyrirbyggja að þetta verði að engu.
  34. Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera.
    1. Ok...
  35. Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagðar fyrir ríkisstjórn.
    1. Flott mál
  36. Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.
    1. Flott
  37. Hafin vinna við mótun heildstæðrar orkustefnu. Stefnan miði m.a. að því að endurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi.
    1. Vonandi þýðir þetta engir skattar á rafmagnsbíla
  38. Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun og styrkingu tekjustofna sveitafélaga.
    1. Sveitarfélaga?
  39. Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.
    1. Gott mál
  40. Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.
    1. Frekar einhliða hópur
  41. Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.
    1. Haha hvað þýðir það?
  42. Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
    1. Flott
  43. Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast við atvinnuleysi.
    1. Flott
  44. Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.
    1. Flott
  45. Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
    1. Semsagt snyrtilegir garðar og lítið rusl á næstunni
  46. Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notenda þjónustunnar sett í gang.
    1. Flott
  47. Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélags- og efnahagsmálum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.
    1. Skýrsla? Atriði 22 myndi redda þessu sjálfkrafa. Ríkið þarf að gera helstu tölur aðgengilegar. Skýrslugerð er ekki erfitt mál í sjálfu sér ef maður hefur öll gögn.
  48. Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar.
    1. Flott

mbl.is 100 daga áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband