Ólöglegar uppsagnir?

Af hverju eru til lög sem banna samráð um uppsagnir?

Það er aldeilis hvað ríkið misstígur sig á þessum síðustu og verstu.


mbl.is Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flokkarnir sem hafa verið í stjórn síðustu áratugi kenna sig flestir við frjálshyggju. Eru einhverjir kannski að misskilja orðið frjáls?

Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Alveg eins og það eru til lög um fjöldauppsagnir, þ.e. þegar ráðningarsamningi er sagt upp við marga starfsmenn, þá eru til lög um samráð um fjöldauppsagnir starfsmanna, þ.e. þegar starfsmenn taka sig saman og segja upp.  Svona nokkuð virkar alltaf í báðar áttir enda ráðningarsamningu starfsmanns og fyrirtækis í eðli sínu tvíhliða samningur þar sem báðir aðilar þurfa að standa við sitt.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.9.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hverjum og einum hlýtur að vera í sjálfs vald sett hvort hann haldi áfram að vinna fyrir vinnuveitanda. Ekki satt? Annars er verið að skikka okkur til að vera alltaf í sömu vinnunni. Hafi hver og ein ákveðið það sjálf að segja upp, hlýtur það að vera löglegt.

Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 14:22

4 identicon

Sigurður. Það eru til lög um fjöldauppsagnir t.d. um tilkynningaskildu og þessháttar en þær eru ekki ólöglegar sem slíkar ef rétt er staðið að þeim enda koma þær iðulega til þegar fyrirtæki hefur ekki efni á að borga laun.

Karma 12.9.2008 kl. 14:27

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get ekki séð að það breyti nokkru í þessari deilu hvernig að uppsögnunum var staðið.  Ríkið tók við uppsögnunum og mótmælti þeim ekki.  Almenn regla stjórnsýslulaga hlýtur þá að gilda, þ.e. að á meðan uppsögnunum er ekki mótmælt innan þeirra vikna sem stjórnsýslan hefur til að bregðast við slíkum málum, þá sé hún að viðurkenna uppsögnina.  Nú er vitað að þessar uppsagnir bárust fyrir júní lok.  Ríkisvaldið hefði því átt að bregðast við fyrir lok ágúst mánaðar eða leiðbeina ljósmæðrum um hvernig rétt væri að standa að uppsögninni. Ríkisvaldið geturekki samkvæmt stjórnsýslulögum hunsað erindi (í þessu tilfelli uppsögn) og með því komið sér frá að taka afstöðu. Það eru klár brot á stjórnsýslulögum.

Þó svo að það gildi reglur sem banna hóp uppsagnir, þá banna þær ekki að stéttarfélag aðstoði félagsmann við uppsögnina meðan að það íhlutast ekki um að félagsmaður segi upp.  Þannig getur stéttafélag veitt félagsmanni aðgang að uppsagnarformi á sama hátt og það getur lagt til texta vegna ráðningar.

En hverju breytir það í þessari deilu að ríkið viðurkenni uppsögnina.  Það er búið að boða ótímabundið verkfall sem tekur gildi áður en uppsagnir taka gildi.  Þá mun fyrirtaka málsins taka ákveðinn tíma og meðan að það ríkir atvinnufrelsi á landinu, þá getur ríkið ekki neytt ljósmæður til að vinna fyrir sig.  Þetta er því ámátlegt klór af hálfu ríkisins og sýnir í hvers konar þrot það er komið.  Fyrir utan þá vanvirðingu sem það sýnir viðsemjendum sínum, starfsmönnum og að ég tali ekki um verðandi foreldrum.

Marinó G. Njálsson, 12.9.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband