Í skjóli reglugerða

Það vantar vitsmunalega umræðu um stefnumótun á næsta skrefi Íslenska heilbrigðiskerfisins. Ég myndi ekki segja að það væri ekki vont að fara í áframhaldandi fjársvelti áður en fólk áttar sig á hvert stefnir. Það er vont þegar heilbrigðiskerfinu er breytt í skjóli reglugerða og fjárlaga án meðvitundar samfélagsins. Því við greiðum jú hluta af launum okkar einmitt til þess að viðhalda þessu öruggisneti.

En hvernig öryggisneti? Vegna þess við viljum halda úti samfélagi, vita allir viti bornir menn að heilbrigðiskerfið ætti ekki að líta út eins og í Bandaríkjunum. Einnig eru flestir sammála um að kostnaði sjúklinga verði að halda viðráðanlegum á hverjum tíma. Gæði þjónustunnar ætti að vera opinbert kappsmál stjórnenda, samanburður við önnur lönd væri því mælikvarðinn eins og í öðru. Hvernig stendur Íslenska heilbrigðiskerfið sig miðað við aðra? Eru ekki til einhverjar "PISA" mælingar á því?

Hvernig lýtur heilbrigðiskerfið okkar út í sögulegu samhengi, hvernig var til dæmis framlag ríkisins til heilbrigðiskerfisins og gæði þjónustunnar árið 1960 miðað við í dag? Hvernig hefur líðan starfsfólks verið undanfarna áratugi? Hvernig finnst læknum, sjúklingum, og peningavaldinu að heilbrigðiskerfið ætti að líta út?


mbl.is VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband