Flopp-y

Af hverju þarf að senda tölvudiska í pósti yfirhöfuð?

Eru ekki allar svona upplýsingar á netþjónum sem ferðast ekki. Fara bara í eitt ferðalag í brennsluofninn þegar tilgangi þeirra líkur.


mbl.is Tölvudiskar með persónuupplýsingum um barnabótaþega týndust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Þetta voru ólíklega floppydiskar, þeir gætu tæplega haldið utan um skýrslur 25 milljón fjölskyldna. Ef hver skýrsla væri 1 biti af upplýsingum þyrftum við 2 floppydiska, en við vitum fullvel að hver bókstafur er 8 bitar ef ég man rétt. þá erum við strax komnir uppí 16 diska, og ef hver skýrsla er 200 stafir (undirskot af minni hálfu, þetta eru líklegar 800 stafir ef ekki meir) þá við komnir í 3200 floppydiska, það samsvarar 4.8 GB af upplýsingum. Þá er skjótara að senda með pósti en að sækja á netið.

Ég myndi halda að upplýsingarnar hafi frekar verið í tugum gígabæta og ferðast um á gagnaspólum.

kv. Þórgnýr

Þórgnýr Thoroddsen, 20.11.2007 kl. 18:39

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Já við gerum okkur grein fryir því en hverju sem því líður þá finnst mér áhugavert að floppy/5,25 tommu/harðir diskar/gagnaspólur/kristallar eða hvað sem notað er sem netþjónn skuli yfir höfuð ferðast í pósti (eftir að gögn hafa komist á fyrirbærið).

Ég geymi enn gamlar ritgerðir á floppy, þær keyra reyndar ekki lengur því þetta voru Write skjöl á 486 og Word skilur ekki hvað þetta er heldur skilar fullt af kössum og rugli á skjáinn í stað stafa.

Jón Finnbogason, 21.11.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband