Eignamyndun

Back in the days var pólítískt álitið að sem flestir Íslendingar þyrftu að eignast sína eigin íbúð eða hús.

Núna vita allir að venjulegt fólk getur ekki keypt sér passlega íbúð, í þessu ástandi. Þegar lánin frá bönkunum hófust jókst aðgangur að lánsfé og peningar misstu hreinlega verðgildi sitt, milljón þá er sama og þrjár-fjórar í dag.

Ætli það sé enn pólítískt álitið að Íslendingar eigi að eignast sína eigin íbúð? Til að tryggja fólki salti út á grautinn í ellinni og eitthvað í arf fyrir krakkana. Núna er meðalaldur reyndar svo hár að þegar erfðaskráin er lesin er stutt í að erfingjarnir hætti sjálfir að vinna. Einnig höfum við flest val um aukinn lífeyrissparnað sem, ef reikningsdæmin eru rétt, á að vera um sama upphæð og íbúð. Hins vegar má ekki gleyma því að maður borgar alltaf fyrir húsnæði, bara spurning hvort það er í leigu eða í uppí lánið.

Allavega vona ég að samfélagið (íbúðalánasjóður) muni áfram tryggja eignamyndun almennings um ókomna framtíð.

Bendi fólki á að kíkja á http://framsokn.is/, þar eru fróðlegar greinar um þetta ástand.


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband