Skref í rétt átt

Þetta er skref í rétta átt, að færa auðlindir sjávar til þjóðarinnar.

En af hverju einungis viðbótarkvóta? Voru menn hræddir við að stíga lengra?

Það er þingmeirihluti á Alþingi fyrir fyrningarleiðinni, en að sjálfssögðu þarf að taka tillit til þess að fjölmiðlar landsins eru á útopnu við að selja ákveðna skoðun til fólks.

Það var því erfitt fyrir ríkisstjórninni að afgreiða þetta mál almennilega, sérstaklega þegar hún er búin að klúðra mikilvægum málum illa síðustu misserin. Hún hefur einfaldlega engan slaka lengur til að gera það sem henni langar. En af því þessi leið var farin, að úthluta viðbótarkvóta til að fresta slagnum um eignaréttinn yfir fiskveiðiheimildum, opnast nú sá möguleiki að umræðunni er hægt að tvístra úr stórbrotinni umræðu um framtíð lands og lýðs yfir í ómerkilega útúrsnúninga á borð við það sem sést hefur í Icesave málinu.

"Ofveiði á skötusel", verður fyrirsögnin á næsta bækling LÍÚ, Moggans og hinna .is blogganna. Það er tímaeyðsluumræða sem gæti alveg snúið almenningsálitinu frá því að fella niður eignarrétt á fiskveiðiheimildum. Það er miður.


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband